ÍBV og Breiðablik mætust í úrslitaleik Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna á Laugardalsvelli kl. 19.15 nú í kvöld. Breiðablik hafði betur gegn ÍBV en lokatölur voru 3-1.
�?að voru rétt rúmlega 2000 áhorfendur á Laugardalsvelli þegar Breiðablik mætti ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna.
Blikar fengu draumabyrjun þegar Olivia Chance tók skot af löngu færi sem fór beint á Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, markvörð Eyjakvenna. Bryndís missti þó boltann klaufalega í gegnum klofið á sér og voru Blikar því komnir yfir strax á 2. mínútu.
Blikar héldu áfram að spila vel í upphafi leiks og tvöfaldaði Berglind Björg �?orvaldsdóttir forystuna á 24. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu frá Fanndísi Friðriksdóttur í netið.
Blikar voru með fulla stjórn í fyrri hálfleik og hefðu getað bætt þriðja markinu við, en Eyjakonur komu mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn skömmu eftir leikhlé þegar Natasha Moraa Anasi slapp í gegn eftir langa sendingu og skoraði.
ÍBV hélt áfram að sækja en það voru Blikar sem juku forskotið gegn gangi leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði eftir þægilega stoðsendingu frá Oliviu.
Hvorugt lið bætti marki við leikinn, þökk sé Hallberu Gísladóttur sem bjargaði á línu fyrir Blika, og er Breiðablik bikarmeistari kvenna árið 2016!
Frétt frá Fótbolta.net.