TM mótið eða Pæjumótið eins og það er oft kallað fór fram í þar síðustu viku en það er knattspyrnumót ætlað stelpum í 5. flokki. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á laugardaginn með úrslitaleikjum. Að þessu sinni voru 84 lið frá 26 félögum sem tóku þátt í mótinu en það er aukning um átta lið.
Í ár varð Breiðablik 1 TM móts meistari eftir sigur á Val 1 sem einmitt vann mótið í fyrra. Leikurinn fór 1-1 en þar sem að mark Breiðabliks kom fyrr urðu þær grænklæddu sigurvegarar. ÍBV 1 náði ágætis árangri á mótinu og spilaði um þriðja sætið en tapaði fyrir Stjörnunni 1, lokastaða 0:3.
Mótstjórinn hæst ánægður með útkomuna
�?egar blaðamaður ræddi við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótstjóra, eftir helgina sagði hún mótið hafa gengið snurðulaust og vel fyrir sig, hvert sem á var litið.
�??Í dag er nær allt starf í kringum mótið orðið fjáraflanir fyrir iðkendur félagsins, sem rennur beint í ferðasjóð þeirra,�?? sagði Sigríður Inga en á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að þessari fjáröflun. �??Svo erum við með í kringum 40 dómara sem fyrirtæki í bænum lána okkur yfir mótið og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra. Mótið gekk í alla staði mjög vel, ef við horfum framhjá veðrinu á föstudaginn. Við fengum mikið hrós frá félögunum fyrir dagskrána, matinn, dómarana og að allar tímasetningar hafi staðist.�??
�?rátt fyrir að Pæjumótið snúist fyrst og fremst um fótbolta þá er hæfileikakeppnin ávallt einn af hápunktum helgarinnar. �??Í hæfileikakeppninni koma öll félög með atriði. �?að er ýmist söngur eða dans, og allt frá einni stelpu upp í 30 stelpur í atriðunum. Í ár fengu KA stelpur verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og Víkings stelpur fyrir flottasta atriðið. Ingó Veðurguð átti síðan að sjá um ball eftir hæfileikakeppnina en varð veðurtepptur í Reykjavík þar sem það var ekki flug á föstudag og hann rétt missti af Herjólfi. En við vorum svo heppin að Hreimur �?rn var hérna sem foreldri og gátum við dobblað hann í að redda okkur. �?að var mikið stuð á ballinu, dansað og sungið með,�?? sagði Sigríður Inga.
Á mótinu voru spilaðir 415 leikir allt í allt en öll úrslit eru inni á tmmotid.is. Sunna Daðadóttir, dóttir �?óru Hrannar Sigurjónsdóttur og Daða Pálssonar, var fulltrúi ÍBV í landsleiknum og var hún var einnig kosin í lið mótsins á lokahófinu.