Breiðablik hafði betur gegn ÍBV þegar liðin áttust við í Lengjubikarnum, eins og deildarbikarkeppnin heitir í ár. Lokatölur urðu 0:2 fyrir Blikum en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn voru óheppnir að skora ekki í leiknum, tvö skot Tryggva Guðmundssonar og Antons Bjarnasonar smullu í tréverkinu og Tonny Mawejje átti hörkuskot utan teigs í hliðarnetið.