Ráðgert er að systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS, nýir togarar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, haldi heimleiðis frá Kína á þriðjudag.
Mbl.is greindi frá.
Áhafnir skipanna undirbúa sig fyrir 35-40 gráða hita á hluta heimsiglingarinnar, sem tekur um 50 daga. Kælibúnaður hefur verið settur upp í brú, íbúðum og vélarrúmi. Skrifað var undir smíðasamninga 2014, en afhending skipanna í vikunni varð mörgum mánuðum síðar en áætlað var, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.