Brekkusöngur er einn af hápunktum �?jóðhátíðar og er einhvern veginn svo samgróinn hátíðinni að það er eins og hann hafi alltaf verið hluti af henni. �?g verð að játa að mér fannst meiri sjarmi yfir Brekkusöngnum þegar kveikt var á bál á stóra danspallinum. Eftirvæntingin hófst þegar byrjað var að hlaða upp bálsköstinn og slökkviliðsbílinn mæti. Svo mætti Árni Johnsen mætti gítarinn. Einn sláttur og svo byrjaði söngurinn. Samhljómur þúsunda manna úti í náttúrunni með það eitt að markmiði að dvelja í núinu, skemmta sér og syngja saman.
Við megum ekki gleyma okkur þegar kemur að Brekkusöngum og þynna hann út í það að verða eins og hvern annar brekkusöngur á bæjarhátíðum og útiskemmtunum. �?g er ekki að gera lítið úr þeim söng enda væntanlega afsprengi brekkusöngsins sem Árni Johnsen skapaði og framkvæmdi á �?jóðhátíð 1977.
Heldur er ég að benda á það að Brekkusöngurinn hefur verið og á að vera áfram mikilvægt verkfæri til þess að viðhalda menningararfi okkar Eyjamanna. �?að er því mikilvægt að mínu mati að undirstaða Brekkusöngsins séu Eyjalögin. Að sjálfsögðu í bland við útlilegulög ný og gömul. �?að má heldur ekki gleyma barnalögum í brekkunni.
Allt hefur sinn tíma og hlutirnir breytast í tímans rás. �?egar Árni Johnsen hætti að stjórna söngnum og Ingó veðurguð tók við fannst mér hann gera það vel. En ég vil brýna
Ingó og þjóðhátíðarnefndina til þess að gleyma ekki upprunanum á sama tíma og fjölbreytni þarf að vera til staðar þannig að allir geti notið þess að taka þátt í Brekkusöngnum.
Brekkusöng á þjóðhátíð á Árni Johnsen skuldlausan og hafi hann þökk fyrir allar góðar stundir sem ég hef átt í með fjölskyldu og vinum í samsöng í fallegum fjallasal. Hafi hann einnig þökk fyrir menningararfinn sem Brekkusöngur í Dalnum skilur eftir sig.