Kveikt verður í bennunni á Fjósakletti annað kvöld en brennan hefur staðið tilbúin í Herjólfsdal tæpan einn og hálfan mánuð. Þetta staðfesti Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags í samtali við Eyjafréttir. “Já það verður brenna annað kvöld kl 21:00. Fólk má fara inní dal og njóta hennar úr brekkunni eða þar sem það vill vera, en við minnum á að enn eru 200 manna samkomutakmarkanir og 1 meters reglan er í gildi.”
Nóg er um að vera hjá félaginu þessa dagana. “Við minnum á leik ÍBV og Þróttar kl 14:00 á morgun 11. September, svo ef vel fer þá erum við að halda uppá heimkomuna í efstu deild í leiðinni. Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja þá til sigurs. Einnig taka stelpurnar á móti Fylki í dag kl 17:15 í lokaumferðinni á Hásteinsvelli og þá eiga handboltastelpurnar líka leik í Coca cola bikarnum þar sem þær mæta Gróttu á Seltjarnarnesi. Flautað er til leiks á Nesinu klukkan 18.00. Áfram ÍBV,” sagði Haraldur að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst