Í ljósi stöðunnar í samfélaginu höfum við áhyggjur af skjólstæðingum/sjúklingum okkar. Markmiðið með takmörkuðum heimsóknum er að verja viðkvæma einstaklinga. Þessar reglur eru unnar útfrá leiðbeiningum frá almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum.
- Heimsóknartími verður frá 14:30-17:30
- Einn gestur má koma á dag og má heimsóknin vara að hámarki klukkutíma. Heimsóknin fer fram á stofu, ef fjölbýli þá er fundinn annar staður fyrir heimsóknina
- Tilkynna þarf komu til starfsfólks
- Maskaskylda er hjá gestum og þurfa þeir að bera maskann allan tímann
- Handsprittun við upphaf og enda heimsóknar, sem og þegar komið er við sameiginlega snertifleti
- Skjólstæðingar/sjúklingar mega fara í bíltúr eða göngutúr. Þá þarf heimsóknargestur að vera með maska
- Biðlað er til aðstandenda yngri en 30 ára að sleppa heimsóknum tímabundið vegna aðstæðna
- Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til COVID-19: Hósta, hálssærindi, mæði, niðurgang, uppköst, hita, höfuðverk, kviðverki, beinverki eða þreytu
- Gestir mega ekki koma ef þeir eru í sóttkví eða einangrun
- Allar undanþágur fara í gegnum deildarstjóra/vaktstjóra
Með þökk fyrir skilninginn, starfsfólk sjúkradeildar
Munum að við erum öll almannavarnir