Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaðurinn sterki í ÍBV spilaði allan tímann þegar Ísland lagði Hvít-Rússa að velli í Hvíta-Rússlandi í dag.  Lokatölur urðu 1:2 en Íslands komst í 0:2 áður en Hvít-Rússar náðu að svara.  Þetta var fyrsti leikur liðanna í undankeppni Evrópumótsins en lokakeppnin fer fram 2015.