Brynjar í úrvalsdeild
20. september, 2013
Körfuknattleiksmaðurinn Brynjar Ólafsson gekk á dögunum í raðir úrvalsdeildarlið Hauka. Brynjar hefur til þessa leikið allan sinn feril með ÍBV og náði nokkrum leikjum með liðinu síðasta vetur eftir nám í Bandaríkjunum. Til stóð að Brynjar myndi spila með ÍBV í 2. deildinni í vetur en úrvalsdeildin heillaði og um leið missir ÍBV einn sinn sterkasta mann. Eyjamenn eiga því tvo fulltrúa í úrvalsdeildinni í körfubolta og báðir eru þeir yfir tvo metra, þeir Brynjar og Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst