Landfylling á Eiði var til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór þar yfir minnisblað frá Völuberg ehf. þar sem farið er yfir möguleg svæði grjótnám. Fram kemur í fundargerðinni að fara þurfi í loftboranir og í framhaldinu í kjarnborun þegar álitlegt berg finnst sem hægt er að nýta í sjóvarnir fyrir uppfyllingu
Var hafnarstjóra falið að fá framkvæmdaleyfi fyrir borholum í Helgafellshrauni. Ráðið telur brýnt að koma verkefninu inn í fjárhagsáætlun fyrir 2025. Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs var falinn framgangur verkefnisins í samráði við hafnarstjóra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst