Nú er í gangi búningauppboð til stuðnings Steingrími Jóhannessyni sem berst við krabbamein. Okkur áskotnuðust áritaðir notaðir keppnisbúningar frá nokkrum af stærstu stjörnum handboltans, þ.e. þeim Ólafi Stefánssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni hjá AG Köbenhavn og Kára Kristjáni Kristjánssyni okkar manni hjá Wetzlar. Þessir flottu búningar verða boðnir upp og seldir hæstbjóðenda en áhugasamir geta sent tilboð á netfangið kari.hrafn@internet.is.