Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð.
„Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins.
Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna núna, og við reiknum með að taka einn til tvo túra á skip,“ segir Sindri. Að kolmunnaveiðunum loknum tekur Íslandssíldin við, en gert er ráð fyrir að sú veiði standi fram í janúar.
„Það hefur gengið vel að undanförnu, bæði í veiðum og vinnslu, og við förum bjartsýn inn í næsta verkefni,“ bætir Sindri við. Myndbandið hér að neðan var tekið um síðustu helgi þegar Huginn VE landaði og síldarvinnslan stóð sem hæst.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst