Búnir á síldveiðum í bili
Huginn VE við bryggju í Eyjum. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð.

„Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins.

Hann segir að nú sé​u​ teknar við kolmunnaveiðar og ​eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna núna, og við reiknum með að taka einn til tvo túra á skip,“ segir Sindri.​ Að kolmunnaveiðunum loknum tekur Íslandssíldin við, en gert er ráð fyrir að sú veiði standi fram í janúar.

„Það hefur gengið vel að undanförnu, bæði í veiðum og vinnslu, og við förum bjartsýn inn í næsta verkefni,“ bætir Sindri við. Myndbandið hér að neðan var tekið um síðustu helgi þegar ​Huginn VE landaði og síldarvinnslan stóð ​s​em hæst.

Play Video

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.