�??�?g hef komið á framfæri tillögu til framkvæmda- og hafnarráðs að nýrri staðsetningu á gamla björgunarbátnum á Eiðinu og einnig hvernig geyma og varðveita á hafsögubátinn Létti,�?? segir Pétur Steingrímsson, lögregluvarðstjóri sem sent hefur ráðinu bréf um málið. Segir hann þetta sitt framlag til að vekja athygli á nauðsyn þess að vernda það sem gamalt er og er hluti af sögu Vestmannaeyja.
�??�?g hafði lengi gengið með þessa hugmynd áður en ég fékk Jóa Listó til að teikna hana upp og setja fyrir mig á blað en því miður enduðu þær uppi á hillu hjá mér. Áhuginn kviknaði svo að nýju þegar ég sá svo mynd á facebooksíðu af gamla björgunarbátnum þar sem hann liggur í porti Áhaldahússins og grotnar niður. �?á ákvað ég að dusta rykið af þessum teikningum og koma til ráðsins,�?? sagði Pétur.
Í bréfinu segir hann að hugmynd hans sé að björgunarbátsskýlið á Eiðinu sem byggt var árið 1930 verði endurreist, nánast í sinni gömlu mynd. Verði nánast gegnsætt og með óbrjótanlegu gleri í stórum gluggum á hliðum þess og göflum. Í gegnum glerið verði hægt að horfa á bátinn og á glerinu verði hægt að lesa sögu hans á kannski þremur til fjórum tungumálum. Líka væri hægt að reisa viðbygginguna að austan (sjá mynd) sem afdrep, upplýsingastað og eða salerni fyrir ferðamenn.
�??Sömu hugmynd mætti nota til að bjarga og varðveita og sýna virðingu gamla hafsögubátnum Létti sem þarf viðhald og utanumhald. �?g gæti alveg séð fyrir mér samskonar byggingu t.d. á Vigtartorginu þar sem Léttir fengi fyrri virðingu og saga hans yrði sögð á sama hátt og saga björgunarbátsins á Eiðinu.
Til gamans og fróðleiks má geta þess hér að Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari teiknaði og smíðaði björgunarbátinn á Eiðinu en hann byggði og bjó í húsinu �?lafsvík að Hilmisgötu 7. Léttir var smíðaður í Svíþjóð 1934 og hefur því þjónað Eyjamönnum vel í tugi ára,�?? segir Pétur í bréfi sínu en í samtali við Eyjafréttir bendir hann á að ekki þurfi að rjúka í verkið. �??Ef áhugi er fyrir hendi hjá bæjaryfirvöldum má gera þriggja til fimm ára áætlun um verkið.�??
Hann segir svo umgengnina á Eiðinu sér kapítula. �??Hún er okkur ekki til hróss og þetta hús eða safn gæti orðið liður í að fegra svæðið sem er allt fullt af allskonar dóti sem hægt er að geyma annarstaðar,�?? sagði Pétur að endingu.