Byrjað verður að afhenda armbönd í dag kl. 11:30 í Hafnarhúsinu á Básaskersbryggju. Fermingarbörn skulu sækja þau í dag og hafa meðferðis gjafabréf og skilríki. Athugið að aðeins fermingarbarnið sem gjafabréfið er stílað á getur nýtt það.
Opið verður til kl. 22:00 í kvöld og svo aftur frá kl. 8:30 til 21:30 á morgun, föstudag. Þá er líka hægt að sækja böndin við hliðið í Herjólfsdal frá kl. 10:00 á föstudagsmorgun.
Fólk er hvatt til að vera tímanlega að ná sér í böndin inn á Facebook síðu ÍBV-íþróttafélags.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst