Vinna við niðurrif Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum, sem brann um miðjan október, hófst í morgun. Síðustu lýsisbirgðirnar voru fluttar úr húsinu á fimmtudag en um 140 tonn af lýsi hafa verið send til hreinsunar hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Jóhann Jónsson, sem hefur rekið Lifrarsamlagið síðustu fimmtán ár, telur líklegt að stærsta hluta lýsisins megi nýta, en búast megi við að gæðin rýrni við endurvinnsluna.