Nú er lokafrágangur hafinn á nýju fjölnota íþróttahúsi við Hásteinsvöll en í húsinu verður m.a. aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og hálfur knattspyrnuvöllur. Í morgun var hafist handa við að leggja gervigrasið en það er þýska fyrirtækið Polytan sem sér um verkið. Þrír Þjóðverjar komu sérstaklega til landsins til að leggja grasið en hingað komu þeir frá Nígeríu og fannst dálítið kalt í dag, þótt hitamælar sýni sex gráðu hita. Hitinn í Nígeríu var sjö sinnum meiri þannig að kuldhrollur Þjóðverjanna er skiljanlegur.