Charlton vill skoða Gunnar Heiðar betur
19. júlí, 2010
Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að enska félagið Charlton vilji skoða Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson betur en Gunnar Heiðar var hjá félaginu til reynslu fyrr í mánuðinum. Gunnar segist vera á leið til félagsins í lok vikunnar en hann lék einn æfingaleik síðast þegar hann var til skoðunar en meiddist strax í upphafi og náði ekki að láta ljós sitt skína. Forráðamenn félagsins vilja því sjá hann aftur í leik.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst