Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen skrifaði nú rétt í þessu undir árs framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Þessi geðþekki miðvörður hefur verið lykilmaður Eyjaliðsins síðan hann kom til liðs við ÍBV í fyrra en hann og Eiður Aron Sigurbjörnsson mynduðu eitt sterkasta miðvarðarpar deildarinnar. Þetta er því góð tíðindi fyrir Eyjaliðið, sem tekur á morgun á móti Grindvíkingum á Hásteinsvellinum.