Eyjakonur eru bikarmeistarar kvenna (og karla) í knattspyrnu eftir tvö þrjú sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli í kvöld. Eyjakonur voru fyrri til að skora þegar Cloé Lacasse skoraði strax á fjórðu mínútu. Rétt fyrir hálfleik skoruðu Stjörnukonur tvö mörk sem var staðan fram á 89. mínútu að Kristín Erna jafnaði eftir sendingu frá Cloé. Jafnt var í venjulegum leiktíma og í framlengingu skoraði Sigríður Lára úr víti. Lokatölur voru því þrjú tvö fyrir ÍBV sem er Bikarmeistari 2017.
Glæsilegur árangur og ekki á hverjum degi sem sama félagið fagnar Bikarmeistaratitli kvenna og karla. �?að má búast við hressilegum móttökum þegar liðið kemur með bikarinn með síðustu ferð Herjólfs í kvöld.
Mynd af Facebook.