Fjögurra klukkustunda töf varð á dýpkun Landeyjahafnar í nótt eftir að dælurör brotnaði. Dýpkað er við erfiðar aðstæður í mynni hafnarinnar en hún verður opnuð í dag eftir fjögurra mánaða lokun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þrýst á opnun Landeyjahafnar og bent á hagsmuni fyrirtækja í verslun og þjónustu. Um þúsund manns áttu bókað far til Vestmannaeyja í dag með skipinu vegna öldungamóts í blaki.