Á þessu ári eru rétt 390 ár frá þeim voðaatburði sem jafnan er nefndur Tyrkjaránið en dagana 16.-19. júlí árið 1627 komu að landi í Vestmannaeyjum þrjú sjóræningjaskip og herjuðu á Eyjamenn. Undanfarinn áratug hafa félagar í Sögusetri 1627 minnst þessara atburða með margvíslegri dagskrá. Að þessu sinni verður dagskráin í Sagnheimum sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 14.00 til 15.00.
Zindri Freyr ásamt félögum úr Leikfélagi Vestmannaeyja flytja 100 ára gamla leikgerð Sigfúsar Blöndals um Drottninguna í Algeirsborg sem á fyrirmynd í �?nnu Jasparsdóttur frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum.
Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson flytja eigin tónlist og annarra við hin fallegu ljóð séra Jóns �?orsteinssonar píslarvotts. Í lok dagskrár verður síðan gjörningur þar sem 34 bréfdúfum verður sleppt til minningar um þá 34 einstaklinga sem drepnir voru og oft vilja gleymast þegar rætt er um afleiðingar Tyrkjaránsins fyrir Vestmannaeyjar. Sá þáttur dagskráinnar fer fram á Stakkagerðistúninu undir stjórn Ragnars Sigurjónssonar (Ragga Sjonna) og Bréfdúfnafélags Íslands. Í Einarsstofu verður komið upp tölvu í tilefni dagsins og mun Ragnar sýna hvernig er unnt að sjá flug bréfdúfnanna aftur heim í tölvunni þar sem þær eru allar merktar með sérstökum sendi.
(Fréttatilkynning)