Tveir Eyjapeyjar, þeir Dagur Arnarsson og Hákon Styrmisson voru í sumar valdir í landslið Íslands í handbolta, skipað leikmönnum 18 ára og yngri. �?eir félagar hafa æft stíft í sumar en þeir héldu í gær til Póllands, þar sem þeir spila með íslenska liðinu í Evrópumótinu í handbolta. Mótið tekur tíu daga en báðir þykja þeir mjög efnilegir. Dagur spilaði talsvert með Íslandsmeisturum ÍBV og Hákon kom einnig við sögu hjá liðinu.
Uppfært:
Á
Sport.is er greint frá því að hægt er að horfa á leiki íslenska liðsins á netinu. Hér að neðan má sjá leiktíma leikjanna og slóð inn á útsendinguna.
14.ágúst kl. 17 Ísland-Serbía
15.ágúst kl. 15 Ísland-Svíþjóð
17.ágúst kl. 17 Ísland-Sviss