Fjórar ferðir Baldurs milli lands og eyja hafa fallið niður fyrstu vikuna sem skipið hefur sinnt siglingum í fjarveru Herjólfs. Siggeir Pétursson, skipstjóri, segist skilja að Eyjamenn séu óánægðir með það að ferðir falli niður. Hann segir áhöfn skipsins hins vegar hafa fengið mjög góðar móttökur og að farþegar sýni málinu skilning. Að hans mati er ekki nóg að fara eingöngu eftir viðmiði Siglingastofnunar um ölduhæð við Surtsey varðandi siglingar Baldurs.