Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi fer til fundar við Vestmannaeyinga í dag mánudag. Á milli klukkan 17.30 og 19.00 verður hann í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, en þar mun Davíð drekka kaffi með fundargestum, ræða við þá og svara spurningum sem gestir kunna að hafa. Allir eru hjartanlega velkomnir á fundinn.
Davíð er annar forsetaframbjóðandinn sem heimsækir Vestmannaeyjar. Fyrst var Halla Tómasdóttir.