�??Skipin okkar fóru til veiða strax í gærkvöld og KAP er lagður af stað heim aftur með tæplega 500 tonn sem fékkst í einu kasti. Auðvitað léttist brúnin við að sjá hjólin snúast á nýjan leik og það hratt. Margar áleitnar spurningar hafa hins vegar vaknað í kjaradeilunni og þeim verður ekki ýtt til hliðar umræðulaust þrátt fyrir að samningar hafi blessunarlega tekist,�?? segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar þegar rætt var við hann á mánudaginn.
�??Auðvitað er umhugsunarefni að sjómenn felldu í tvígang samninga sem forystumenn þeirra höfðu skrifað upp á og samþykktu svo í þriðja sinn með naumum meirihluta samning sem færir þeim verulegar kjarabætur. �?g neita mér um að hugsa til enda hvaða afleiðingar það hefði haft ef sjómenn hefðu fellt í þriðja sinn.
Hjá því verður ekki komist að kanna ástæður óánægjunnar. �?að er alltof ódýrt og yfirborðskennt að lýsa eftir meira trausti í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna. Við sömdum jú aftur og aftur! Niðurstöður þriggja atkvæðagreiðslna í þessari kjaradeilu benda til þess að traust skorti ekki síður í samskiptum sjómanna og forystusveitar þeirra.
Annað mál er svo það að ímynd íslensks sjávarútvegs hefur laskast verulega gagnvart erlendum kaupendum og neytendum. Viðskiptavinir okkar skilja bara alls ekki hvernig það getur gerst að höfuðatvinnuvegur Íslendinga lamist og sé lamaður vegna vinnudeilu samfleytt í tíu vikur! Skammtímaáhrifin geta orðið mikil og langtímaáhrifin veruleg líka. Neytendur sneru sér að öðrum fiski eða annarri matvöru og skila sér margir hverjir ekki aftur til okkar sem viðskiptavinir.
Mikið framboð á fiski í einni dembu inn á markaði núna að verkfalli loknu þrýstir fiskverði niður. Við verðum að búa okkur undir verðfall á mörkuðum.
Síðast en ekki síst hafa erlendir markaðir verið �??sveltir�?? vikum saman af íslenskum fiski. Afhendingaröryggi skapar traust í viðskiptum en þegar enginn fiskur berst héðan í hálfan þriðja mánuð finna viðskiptavinirnir á eigin skinni að okkur er ekki treystandi til að afhenda umsamda vöru á umsömdum tíma. �?AÐ er alvarlegasta afleiðing hins langvarandi verkfalls og það munum við skynja lengi, því miður.�??