Devon Már með fyrsta markið fyrir ÍBV
22. febrúar, 2014
Karlalið ÍBV í knattspyrnu lagði KV að velli í Lengjubikarnum í dag. �?etta var annar leikur ÍBV í keppninni en Eyjamenn lögðu Val að velli 0:1 um síðustu helgi. Lokatölur í leiknum gegn KV urðu 1:3 en staðan í hálfleik var 1:1. KV komst yfir snemma í leiknum en Bjarni Gunnarsson jafnaði metin. Eyjamenn komust svo yfir eftir sjálfsmark Vesturbæinga en það var svo hinn ungi og efnilegi Devon Már Griffin sem skoraði þriðja og síðasta mark ÍBV með skalla í blálokin.
Byrjunarlið ÍBV var svona: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson,, Gunnar �?orsteinsson, Bjarni Gunnarsson, Víðir �?orvarðarson, Atli Fannar Jónsson, Jón Ingason, Arnór Eyvar �?lafsson, Eiður Aron Sgurbjörnsson, Jökull Elísabetarson, Ian Jeffs.
Varamenn: �?skar Elías �?skarsson, Yngvi Borgþórsson, Devon Már Griffin, Kjartan Guðjónsson, Jón Gísli Ström, Gauti �?orvarðarson.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst