Í dag, 8. janúar verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Í tilkynningu frá ÍBV segir að gera megi ráð fyrir því söfnunin hefjist upp úr klukkan 18:00.
Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er hægt að hafa samband við Hjörvar í síma 823-2663
„Viðtökurnar sem okkar fólk hefur fengið ár eftir ár hafa verið frábærar og vonumst við eftir að þetta ár verði engin undantekning. Við þökkum þann stuðning sem við höfum fengið undanfarin ár.” segir að endingu í tilkynningu handknattleiksráðs ÍBV íþróttafélags.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst