Skólalúðrasveit Grunnskóla Vestmannaeyja ætlaði að fara í hús að safna dósum og flöskum í dag en söfnunin er ein af fjáröflunum sveitarinnar. Allur ágóði söfnunarinnar fer í ferðasjóð sveitarinnar. Hins vegar eru veðurguðirnir ekki hliðhollir krökkunum í dag og líklega ekki næstu daga. Því hefur dósasöfnunin verið frestað um óákveðin tíma.