Drullusokkarnir fagna tíu ára afmæli nú í ár, en félagið var stofnað 4. maí 2006 af fjórum mótorhjólaáhugamönnum þeim Tryggva Sigurðssyni, Sveini Matthíassyni, Jens Jóhannessyni og Vigni Sigurðssyni. Í dag, tíu árum seinna eru meðlimir klúbbsins í kringum 200 og hefur félagið því vaxið og dafnað vel síðustu ár. ,,�?g veit ekki alveg hversu margir við erum í dag en mest höfum við verið um 220 manns í klúbbnum. Við erum rúmlega 100 hérna í Eyjum og líklegast svipaður fjöldi uppi á fastalandinu, en menn eru þó misvirkir innan félagsins. Inntökuskilyrðin er þau að þú sért búsettur eða hafir verið búsettur í Vestmannaeyjum þannig að þetta er vestmannaeyskur klúbbur,�?? segir Tryggvi Sigurðsson einn af stofnendum Drullusokkana og fyrrverandi formaður klúbbsins. Tryggvi bætir því við að hér í Eyjum hafi alltaf verið mikil mótorhjólamenning miðað við fólksfjölda og stærð og fjöldinn af hjólum hér sé mikill. ,,�?g hef verið með þessa dellu síðan ég var ungur peyi og hún ætlar engan endi að taka. Mótorhjóladellan hefur fylgt mér alla tíð, sem er kannski ástæðan fyrir því að við stofnuðum þennan klúbb upphaflega.Við vorum allir svona dellukarlar. �?g var formaður klúbbsins fyrst sex eða sjö árin en var kominn með nóg af því hlutverki þannig að Darri í Bragganum tók við og sinnir starfinu vel.�??
Sýning á Skipasandi
Í tilefni afmælisins hafa Drullusokkarnir ákveðið að halda stóra afmælissýningu á Skipasandi næstkomandi laugardag. ,,Við höfum tvisvar sinnum haldið svona stóra sýningu áður, ein var 2008 og hin 2011. �?á vorum við með hátt í 150 hjól til sýnis og fjöldinn allur af fólki leit við hjá okkur. Sýningin verður vonandi með svipuðu sniði núna. Við eigum von á stórum hópum frá
bæði Hafnarfirði og Akureyri í ár. �?etta verður vonandi bara skemmtilegur dagur og við hvetjum alla til þess að kíkja á okkur og sjá glæsilegustu fáka landsins. Spáin er fín sem skiptir okkur miklu máli þegar svona sýningar eru haldnar. Við vorum komnir með plan B, en mér sýnist á spánni að við þurfum ekkert á því að halda. Eins langar mig að hvetja þá sem eiga hjól og hafa áhuga á að vera með þau til sýnis um helgina að vera í sambandi við okkur.”