Um nokkurt skeið hafa þær Minna Björk Ágústsdóttir og �?órsteina Sigurbjörnsdóttir boðið Vestmannaeyingum upp á fjölbreytta og áhrifaríka líkamsrækt sem hefur það eitt að leiðarljósi að efla heilsu og stuðla að almennri vellíðan. Hingað til hafa tímarnir þeirra Minnu og Steinu gengið undir nafninu Metabolic en nú munu þeir einfaldlega heita Dugnaður. Blaðamaður hafði samband við þær Minnu og Steinu og spurði þær nánar út í Dugnað og hvað tímarnir hafa upp á að bjóða.
Er breytingin í Dugnaður bara að nafninu til eða eru einhverjar aðrar breytingar sem fylgja því? �??�?egar við hófum starfsemi saman haustið 2015 stofnuðum við fyrirtækið okkar sem heitir Dugnaður ehf. Við gerðum þó ákveðnar áherslubreytingar nú í haust á tímunum sem voru einungis Metabolic tímar allan fyrra vetur. Við fórum til Berlínar vorið 2016 á námskeið sem heitir Training for warrirors og tókum inn kerfi sem við lærðum þar. Einnig fórum við á námskeið í haust þar sem við fengum kennararéttindi í ketilbjöllum og höfum því líka tekið inn ketilbjöllutíma sem við keyrum samhliða Metabolic. Við gerðum þetta til að auka fjölbreytnina hjá okkur,�?? segja þær Minna og Steina.
Eitt af því sem er í boði eru tímar sem kallast �??�?rek�?? sem að þeirra sögn eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. �??Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. �?áttakendur stjórna álaginu sjálfir.�?? Eru tímarnir fyrir konur jafnt sem karla og fólk á öllum aldri? �??Já, þeir eru fyrir alla, iðkendur geta ráðið álaginu sjálfir og við finnum nýjar æfingar ef fólk treystir sér ekki í það sem sett er upp. Aldurshópurinn er mjög breiður og strákunum er alltaf að fjölga. Gaman að segja frá því að í einum tíma í vetur var yngsti þátttakandinn 14 ára og sá elsti 74 ára. Hjá okkur er einnig töluvert af hjónafólki, mæðgum, mæðginum og vinahópum sem hafa komið saman í þrektíma áskrift.�??
Til viðbótar við �??�?rek�?? verða tímarnir �??Stoð�?? tvisvar í viku fyrir fólks sem á við stoðkerfisvandamál að stríða. �??�?etta eru þrektímar sem henta þeim sem eru með stoðkerfisverki eða þurfa að fara sérstaklega varlega. Hentar einstaklingum sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi. Markmiðið er að minnka verki, styrkjast og auka líkamsvitund. �?jálfunin er einstaklingsmiðuð þó svo hún fari fram í hópi. Hver og einn fer á sínum hraða og gerir eins þungt og hratt og hann treystir sér til, það er alltaf hægt að finna aðrar útfærslur af æfingunum. Tímarnir eru fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum,�?? segja Minna og Steina.
�??Nú er þetta annar veturinn okkar saman og hefur stór hluti verið með okkur frá upphafi,�?? segja þær aðspurðar hvort það sé alltaf sami kjarninn hjá þeim. �??�?að eru alltaf einhverjir sem detta út og nýir koma inn. Við erum svo stoltar af fólkinu okkar sem mætir ótrúlega vel og hvað þau eru samheldin. �?að er mikil samkennd og hvatning í hópnum. Einn iðkandi sagði í vetur að honum fyndist eins og hann væri kominn í lið.�??
Hafa iðkendur hjá ykkur tekið miklum heilsufarslegum framförum? �??Við leggjum mikla áherslu á vellíðan og heilbrigði og það er það sem við erum sannarlega að sjá hjá hópnum. Margir koma til okkar og segja okkur frá breytingum sem þeir finna á sér og það finnst okkur ánægjulegt,�?? segja Minna og Steina.
Hvaða skilaboð hafið þið til þeirra sem hafa áhuga á því að byrja í Dugnaði en einhverra hluta vegna láta ekki verða að því? �??Við hvetjum ykkur til þess að koma og prufa nokkra tíma. �?að er mikil fjölbreytni í tímum vikunnar og því ekki marktækt að koma bara einu sinni. Yfir vikuna eru þoltímar, styrktartímar og powertímar, auk Training for warriors og ketilbjöllutímar. Endilega sláist í okkar skemmtilega hóp, við tökum vel á móti nýjum iðkendum,�?? segja þær að lokum og minna á þrektíma sem þær sjá um fyrir gólfklúbbinn. �??Við vorum að byrja með þrektíma fyrir gólfklúbbinn einu sinni í viku og er það mjög ánægulegt og spennandi verkefni.�??