Dæluskipið Skandia hóf að dýpka Landeyjahöfn á ný síðdegis. Rétt um mánuði eftir komu skipsins til landsins er sjólag og veður loks hentugt til að dæla úr höfninni í nokkra daga samfellt. Áhöfnin hefur þurft að bíða lengi eftir norðanáttinni sem er heppilegasta vindáttin til verksins.