Í annarri umræðu um útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju sem nú fer fram á Alþingi hafði Ásmundur Friðriksson, þingmaður sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi miklar efasemdir um að ferjan standist þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Hann krafðist þess líka að gerðir yrðu rannsóknir á Landeyjahöfn. Einnig hélt hann því fram að rekstur Herjólf væri að skila Eimskip hundruðum milljóna í hagnað.
Ásmundur sagði ófært að halda áfram án þess að gerðar verði rannsóknir á því hvað gera þurfi í Landeyjahöfn þannig að hún standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Tók hann sem dæmi að engin reynsla væri á föstum dælubúnaði sem áætlað er að setja upp í höfninni. Sagði hann sjómenn í Vestmannaeyjum með mikla reynslu og fleiri hafa bent á frá upphafi að ráðast verði í frekari framkvæmdir. Til dæmis hefði verið nefnt að lengja þurfi austur garðinn út á rifið fyrir utan.
Um ferjuna sagði Ásmundur að hún muni henta illa til siglinga í �?orlákshöfn, hún gengi hægt í brælu og ekki færi vel um farþega. Hann sagðist þó vonast til að hann hefði rangt fyrir sér um bæði þessi atriði en kanna yrði þau nánar.
�?á sagðist Ásmundur hafa skoðað rekstur Herjólfs en hann hafi komið að lokuðum dyrum hjá Eimskip og lítil svör fengið frá Vegagerðinni um reksturinn eftir 2011. Hann hafi því brugðið á það ráð að leita upplýsinga eftir öðrum leiðum og fengið til liðs við sig fólk sem þekki vel til.
Samkvæmt tölum sem Ásmundur lagði fram voru heildartekjur Herjólfs á síðasta ári 683 milljónir og ríkisstyrkur 718 milljónir, samtals 1401 milljón króna. Hann áætlar meðalafslátt 68 milljónir og þá standa eftir 1333 milljónir. Gjöld áætlar hann 1025 milljónir og mismunurinn er 308 milljónir sem er hagnaður Eimskips af rekstrinum í samantekt Ásmundar.