Eftir allt sem á undan er gengið hefur ekkert breyst
16. febrúar, 2007

Á skólamálaráðsfundi í fyrradag var samþykkt einróma tillaga um að frá og með næsta hausti verði Grunnskóla Vestmannaeyja aldursskipt. Mun þá yngra stigið verða í öðrum skólanum og það eldra í hinum. Í Fréttum í dag lýsir bæjarstjórinn mikilli ánægju með þessa niðurstöðu. Hann segir að fyrirhugaðar breytingar hafi verið mikið ræddar innan skólans og því tímabært að taka ákvörðun.

En hvaða umræða er þetta sem farið hefur fram innan skólans? Jú, kennurum var talin trú um að þeir hefðu eitthvað um það að segja hver framtíðarskipan Grunnskóla Vestmannaeyja yrði. Ekki nóg með það, heldur var þeim att út í viðamikla hugmyndavinnu og áætlanagerð þar sem markmiðið var að leggja fram tillögur um hvernig ná mætti faglegum, félagslegum og fjárhagslegum ávinningi í skólakerfinu.

Kennarar skiluðu frá sér skýrslu þar sem mikill meirihluti lagði til að í stað þess að aldursskipta skólanum yrði lokið við byggingu Hamarsskóla, hætt yrði að innrita nemendur í Barnaskólann og í stað þess færu allir nýnemar í Hamarsskóla og þannig væri hægt að flytja alla nemendur á einn stað á 5-6 ára tímabili.

Með þessum aðgerðum töldu kennararnir að til yrði fullbúinn og fullkláraður grunnskóli í bæjarfélaginu, öll starfsemin endaði á einum stað, með tilheyrandi hagræðingu og síðast en ekki síst að þetta yrði sársaukaminnsta leiðin til breytinga, minnst rót á börnum og starfsfólki.

En hvað gerðist svo? Ekkert tillit var tekið til tillagna kennara. Bæjarstjórn sat fast við þá ákvörðun sem hún virðist hafa tekið fyrir löngu og nuddar svo salti í sárin með eftirfarandi klausu í greinargerð með tillögunni:

Skólafólk hefur nú á yfirstandandi skólaári lagt á sig mikla vinnu í að móta sína framtíðarsýn og skilað inn tillögum um það í hverskonar rekstrar og faglegu umhverfi það teldi skólastarfi best háttað næstu árin. Kennarar hafa með tillögum sínum sýnt það að þeir eru tilbúnir til að ráðast í gagngera endurskoðun á öllu grunnskólastarfi í Vestmannaeyjum. �?rátt fyrir að ekki sé með tillögu þessari komið að fullu til móts við óskir og framtíðarsýn kennara tekur hún mið af þessari góðu vinnu kennara…

�?að er hreinlega ómögulegt að sjá hvernig bæjarstjórn hefur komið til móts við kennara með þeirri tillögu sem nú hefur verið samþykkt. �?að liggur við að þakka beri fyrir að ekkert samráð hefur verið haft við foreldra í þessu ferli öllu, því að minnsta kosti þurftu þeir ekki að leggja á sig mikla vinnu sem svo hefði verið hunsuð.

�?að er sérkennilegt að það skuli einmitt vera bæjarstjórn undir forystu þeirra tveggja manna sem mest gagnrýndu vinnubrögð fyrri meirihluta í skólamálum sem ganga nú fram með miklum einstrengingshætti. Núverandi minnihluta er sosum vorkunn í þessu máli en hann situr uppi með stefnu brottflúins leiðtoga síns í skólamálum.

Svo er að sjá hvort þeir kennarar og foreldrar sem hæst töluðu gegn aldursskiptingu Grunnskóla Vestmannaeyja í fyrra muni mótmæla þessari ákvörðun bæjarstjórnar jafn kröftuglega, nú þegar allir eiga að lifa saman í sátt og samlyndi með sól í hjarta skv. ráðleggingum bæjarsálfræðingsins okkar.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst