�??�?að var ljóst allt frá fyrstu andartökum bikarúrslitaleiksins hvort liðið ætlaði sér að fara heim með bikarinn,�?? segir í umfjöllun Frétta um bikarúrslitaleik ÍBV og Vals frá árinu 2004. �??Eyjastúlkur ætluðu sér ekki að endurtaka leikinn frá í bikarúrslitunum í fyrra, er þær mættu Valsliðinu og lutu í lægra grasi, né báðum deildarleikjunum í sumar gegn Val er þær töpuðu og komu því vel stemmdar til leiks á Laugardalsvellinum. Með baráttuna að vopni og gríðarlegan sigurvilja lagði ÍBV nýkrýnda Íslandsmeistara Vals að velli með tveimur mörkum gegn engu í bráðskemmtilegum bikarúrslitaleik,�?? segir enn fremur í blaðagreininni.
Töluvert betri aðilinn
Elín Anna Steinarsdóttir setti tóninn strax í upphafi leiks með sláarskoti. Margrét Lára Viðarsdóttir komst síðan ein inn fyrir vörnina en Guðbjörg Gunnarsdóttir í marki Vals sá við henni. �?rátt fyrir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleiknum tókst Eyjakonum ekki að skora mark. �?að sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum og fékk Karen Burke í liði ÍBV dauðafæri strax á upphafsmínútunum. �?að var hins vegar ekki fyrr en á 77. mínútu sem Eyjakonur náðu að brjóta ísinn en þar var að verki Bryndís Jóhannsdóttir með skalla eftir fyrirgjöf. Undir lok leiks tvöfaldaði Mhairi Gilmore síðan forystuna og gerði út út um leikinn, mark af stuttu færi eftir undirbúning Margrétar Láru. Sigurinn var fyllilega sanngjarn, enda fékk ÍBV mýmörg marktækifæri á meðan Valskonur ógnuðu marki Eyjakvenna lítið sem ekkert.
Bikarúrslitaleikurinn gegn Val var sá tíundi í röðinni hjá Olgu Færseth á ferlinum en í fjórgang hafði hún staðið uppi sem sigurvegari, með KR, Breiðabliki og ÍBV. Félagi hennar í framlínunni, hin unga Margrét Lára, var hins vegar að vinna titilinn í fyrsta sinn og var hún að vonum glöð í bragði þegar fulltrúi Frétta tók hana tali eftir umræddan leik. �??Í dag var gamall draumur að rætast frá því að maður var lítill. �?etta er bara æðislegt og ég get ekki lýst þessari tilfinningu að vera bikarmeistari. �?ó svo að mörkin hafi komið seint í leiknum fannst mér við vera betri aðilinn í leiknum. Valsliðið er með hörkulið og við þurftum að leggja okkur mikið fram í dag til að landa titlinum.�??
Á lokahófi KSÍ seinna um árið var Margrét Lára jafnframt valin efnilegust, annað árið í röð en hún átti mjög gott tímabil með ÍBV en hún endaði markahæst í Landsbankadeild kvenna og fékk fyrir vikið gullskóinn. Olga Færseth var næstmarkahæst og fékk silfurskóinn annað árið í röð. ÍBV átti einnig tvo fulltrúa í liði ársins, þær Margréti Láru og Karen Burke.