Félagarnir og nýstúdentarnir Kristmann �?ór Sigurjónsson og Goði �?orleifsson fóru mikinn er þeir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftar-
nema en þar ræddu þeir m.a. um kennara sína og nokkur vel valin atvik úr framhaldsskólagöngunni.
�??�?egar ég var yngri hlakkaði ég rosa mikið til að verða fullorðinn og fá að stunda nám í framhaldsskóla, enda þótti mér alltaf einstaklega gaman að læra. En núna þegar ég stend hérna fyrir framan ykkur öll með hvíta húfu á höfði hugsa ég bara um hversu auðvelt allt væri ef maður væri krakki,�?? sagði Goði þegar hann hugsaði til æskuáranna með söknuði.
�??En alltaf verða allir að fullorðnast, og óskynsömu og fljótfæru pjakkarnir verða skynsamir og ábyrgðarfullir ungir menn,�?? tók Kristmann við. �??En í tilfelli okkar mælenda hefur skynsemin kannski aldrei komið neitt sérstaklega sterk inn og sem dæmi um það má nefna öll skiptin sem við höfum þurft að læra heilan áfanga á nokkrum dögum fyrir lokapróf þegar við föttum að við höfum ekki lært neitt alla önnina.�??
�??�?rátt fyrir það hefur hvorugur okkar nokkurn tímann fallið. Að frátöldum þessum tveimur stærðfræði áföngum auðvitað en við skulum ekkert telja þá með hérna,�?? skaut Goði inn í.
�??Við viljum þakka Auðbjörgu sérstaklega fyrir að nenna að halda utan um óákveðnasta og ómeðvirkasta útskriftarhóp í sögu FÍV. Við viljum einnig þakka þeim kennurum sem bitu í það súra og kenndu okkur öll þessi ár, sérstaklega �?la Tý, sem þurfti að þola okkur hverja einustu önn sem við vorum í skólanum.�??
Sérstakar þakkir fékk Systa ritari frá drengjunum. �??Takk fyrir að skrá okkur veika þegar við sváfum yfir okkur. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að stúdentsprófið sé ekkert nema leyfi til þess að fara í háskóla en eru þið að grínast hvað ég er ánægður með mig sjálfan? Og tölum ekki um þessa flottu húfu sem við fengum! Svo fengum við heilan dag þar sem við þurftum ekkert að vera í skólanum og máttum labba um bæinn í stubbabúningum, maður var bara næstum búinn að merkja við nokkur vitlaus svör í lokaprófum svo maður gæti gert það aftur. En það gerðum við ekki og þess vegna stöndum við hér á þessum miklu tímamótum í okkar lífi, útskrift úr framhaldsskóla. Nú taka við miklar breytingar hjá okkur nemendunum þar sem við stöndum frammi fyrir vali á milli frekara náms eða atvinnumarkaðsins.Auðvitað væri hægt að vera bara atvinnulaus vitleysingur en ég held að mamma myndi ekki taka neitt sérstaklega vel í það.
Maður er samt ekkert rosalega spenntur fyrir því að flytja út og annaðhvort leigja eða kaupa húsnæði í hinum fallega fasteignamarkaði Íslands, þar sem ein þrjátíu fermetra íbúð kostar mörg hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, einungis vegna þess að hún er staðsett einhvers staðar í nágrenni við sundhöll Reykjavíkur. �?g sem þoli ekki sundlaugar,�?? sögðu þeir Goði og Kristmann.
Framhaldsskólagangan stútfull af hasar og spennandi atriðum
Kennararnir voru oft og tíðum litríkir að sögn ræðumannanna. �??�?rátt fyrir þá miklu gleði sem fylgir því að útskrifast úr framhaldsskóla þá eru auðvitað margir hlutir sem við munum sakna. �?á sérstaklega hlátursins hans Einars Fidda og endalausu tölvupóstana frá Helgu. Svo er auðvitað alltaf skemmtilegt þegar maður er kallaður heilalaus af kennara, þegar Einar skammast í manni fyrir að halda ekki með Tottenham og svo þegar maður situr slakur í sögutíma á meðan Baldvin er að tala og hann hækkar síðan röddina þvílíkt alveg upp úr þurru og allur bekkurinn kippist við.
�?á kemur á móti að það eru ýmsir hlutir sem maður mun ekki sakna: �?egar �?li Týr hendir símanum manns í ruslið, þegar Radinka hendir í mann próf sem hún segir ekki vera próf, heldur bara verkefni (það vita allir að þetta er próf). Eins þegar Guðbjörg reynir að sannfæra mann um að Sjálfstætt fólk sé góð.
Á þessari önn sem er að líða undir lok fórum við tveir ásamt Baldvini sögukennara, Hjördísi þýskukennara og nokkrum öðrum nemendum í skólaferð til Berlínar. �?ar kíktum við meðal annars á �?lympíuleikvanginn og í íslenska sendiráðið sem var gríðarlega áhugavert og mælum við hiklaust með því að framtíðarnemendur skólans velji Berlínaráfangann.
�?ó er vert að nefna að þetta er ekki einungis chill áfangi þar sem ekkert þarf að gera nema fara til útlanda eins og við héldum upphaflega en það þarf, meðal annars, að skrifa ritgerð um ákveðið tímabil í sögu �?ýskalands. Við mælum líka alls ekki með því að skila ekki verkefnum því þau gilda svo mikið af lokaeinkunn áfangans og þá fellur viðkomandi nemandi líklega.
Margir hafa sagt að sjö tinda gangan sé sú allra erfiðasta ganga sem þeir fara í árlega, en þeir sömu eru nefnilega ekki að ganga menntaveginn allan ársins hring. Framhaldsskólagangan okkar var stútfull af hasar og spennandi atriðum eins og hvatberum og fleygbogum, en þó er mest spennandi að geta sagt: �??�?g er búinn, ég er stúdent�??,�?? sögðu Goði og Kristmann að endingu.