�?g reikna með að enginn skipstjóri sigli við þessar aðstæður
17. desember, 2014
Í fréttum á Bylgjunnar kl. 17,00 í gær var sagt að nýr innanríkisráðherra, �?löf Norðdal, hafi ákveðið að ný ferja yrði smíðuð í stað núverandi Herjólfs. Sagt var í fréttinni að árlegur sparnaður yrði rúmar 300 milljónir, einnig var sagt að ný ferja sigldi allt árið til Landeyjahafnar.
Enn og aftur er verið að ljúga að okkur, dæmið reiknað upp og fengnar þær tölur sem þykja heppilegar, aftur og aftur er verið að opinbera okkur íbúum þessa lands að við búum í banana lýðveldi.
�?g vil setja nokkrar myndir með til að sýna ykkur hvernig ástandið var í Landeyjahöfn 28. febrúar 2012 um kl 13,30.
�?annig var að ég fór upp á land með Herjólfi, siglt var til �?orlákshafnar og Leif Magnús var með mér. Veðrið var það rólegt að við sátum uppi alla leið til �?orlákshafnar, veltingur lítill og allt rólegt. �?g var að fara í röngenmyndatöku og átti að mæta kl. sjö í Reykjavík, mér lá ekkert á og keyrði í Landeyjahöfn. Simmi frændi, og hafnarvörður leyfði mér að ganga út á garð þar sem ég tók þessar myndir. �?g reikna með að engin skipstjóri sigli við þessar aðstæður, hvorki stóru eða smáu skipi. Síðan þessar myndir voru teknar hafa engar breytingar verið gerðar við höfnina, fyrir utan að dæla hundruðum þúsunda rúmmetrum af sandi úr höfninni.
�?g tel að ókjörnir embættismenn hafi bókstaflega tekið kjörna fulltrúa fólksins í …..(þann enda sem ég vil ekki nefna), kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og á Alþingi. Núna verðum við á biðlista næstu áratugina og þetta skip mun ekki ná að flytja þann fjölda sem gert er ráð fyrir að flytja þurfi á næstu árum. �?g geri ráð fyrir að ný ferja geti aðeins siglt eina ferð á dag í �?orlákshöfn, mér sýnist að okkur verði allt að ógæfu í samgöngumálum á næstu árum.
Kæru vinir, ég vil koma skoðunum mínum um samgöngumál á framfæri til ykkar, ég vil að þið vitið að ég er óhress með þessa málalok og tel að kjörnir fulltrúar fólksins í Vestmannaeyjum hafi brugðist trausti því sem kjósendur gáfu þeim með því að hafa kosið þetta fólk.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst