Á föstudögum er ekkert notalegra en að koma heim til sín eftir afar skemmtilega vinnuviku og sjá Fréttir í póstkassanum. Þá kemur að vikulegri heilagri stund húsmóðurinnar á bænum, lesning Frétta og eitthvað gott kruðerí með. Í síðasta tölublaði Frétta rak ég augun í að öll börn á fimmta ári fari í fimm ára deild í Hamarsskóla og að fjórðu bekkingar væru yfir landsmeðaltali í samræmdu könnunarprófunum á síðasta ári. Sannarlega góð tíðindi.