Í síðustu viku birtist í blaðinu Fréttum og hér á eyjafrettum, opið bréf frá Sigurjóni Aðalsteinssyni. Þar óskar hann svara frá forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra varðandi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þá skoraði Sigurjón á þau að heimsækja Vestmannaeyjar og ræða þessi máli við heimamenn. Og nú bætir Sigurjón um betur og skorar á félög Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í Eyjum að taka af skarið og boða til upplýsingafundar um áhrif orðinna og væntanlegra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst