Með framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er ég að svara áskorun um að ég verði þingmaður kjördæmisins. Ég legg áherslu á að framboð mitt er algjörlega á mínum forsendum og ég hef ekki bundist „kosningabandalagi“ við aðra frambjóðendur. Ég stend fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast í lífinu – jafnt í byr sem mótbyr.