Nú í morgunsárið er að hefjast Egils Gull mótið í golfi en mótið er annað stigamótið í Eimskipsmótaröðinni, sem er Íslandsmót kylfinga. Völlurinn í Eyjum skartar sínu fegursta og hefur sjaldan verið betri en einmitt nú en veðrið er eitthvað að stríða kylfingum því nokkur vindur er í Eyjum og í mestu hviðunum fer vindhraðinn upp í 20 metra á sekúndu.