Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV hefur verið valinn í leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands sem leikur tvo æfingaleiki gegn Úkraínu og Englandi. Eiður hittir þar annan leikmann ÍBV, Þórarinn Inga Valdimarsson. Leikirnir fara fram ytra dagana 24. og 28. mars. Þá voru þær Svava Tara Ólafsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir valdar til æfinga með U-17 ára landsliðinu í knattspyrnu.