Hvað ætla þessir menn sem stjórna öllu hér í Vestmannaeyjabæ að bjóða okkur sem búum hér og ætlum að vera hér áfram? �?að hlýtur að vera forgangsverkefni að hafa hér lækna og sjúkrahús til þess að ekki þurfi að senda sjúklinga frá okkur og konur geti fætt börn sín hér.
Við eigum að sinna öllum sem við mögulega getum hér í Vestmannaeyjum og reyna að leysa það. En það vantar alveg metnaðinn hér.
Félög hér í Vestmannaeyjum og einstaklingar hafa verið duglegir að gefa tæki og ýmislegt sem vantar og gera það trúlega áfram. �?að er að segja ef sjúkrahús verður starfandi hér. �?ess vegna verðum við að vera dugleg að nota það og við þökkum fyrir allt hið góða. En þarf þá ekki að vera starfsfólk og sjúkrahús sem er starfrækt hér í Vestmannaeyjum.
�?að þarf skurðlækni, svæfingalækni ásamt skurðhjúkrunarkonu. Einnig röntgenfræðing og aðstoðarfólk. Við eigum að sinna helst öllu sem mögulegt er. Við eigum að vera sjálfstæð og hafa metnað fyrir öllum sem við gerum.
Mér finnst bæjarstjórn hafa gert ýmislegt gott hér og bærinn er sjálfur mjög snyrtilegur. Vel hugsað um götur og þær hreinsaðar þegar snjóar. Að maður tali ekki um húsin sem voru í niðurníðslu og búið er að ryðja í burt. Svona á að gera og byggja í staðinn glæsileg hús. Svona eigum við að halda áfram og vera jákvæð.
Einnig vil ég að bæjarstjórn flýti sér með Ráðhúsið, þetta merkilega hús sem hefur gert mikið fyrir okkur Vestmannaeyinga. �?að má ekki drabbast niður. �?að var einu sinni sjúkrahús þar sem gaman var að vinna. Allt á fullu og gerðar skurðaðgerðir og tekið á móti börnum. Undantekning ef einhver var sendur í burtu og við hugsuðum vel um sjúklingana. �?á var oftast einn læknir á vakt og við hjúkrunarfræðingarnir alltaf tilbúnar þó engin væri bakvaktin.
Já, þetta hús á sér merka sögu sem þarf að skrá. �?að skipti okkur miklu sem sjúkrahús auk þess sem það er sennilega eitt fallegasta hús landsins.
�?óra Magnúsdóttir
fyrrum skurðhjúkrunarfræðingur