Nú ber svo við í umræðum um sjávarútvegsmál að persónu minni er líkt við fjöldamorðingja sem herjuðu á Eyjarnar á sautjándu öld og náttúruhamfarir sem kostuðu hundruð fjölskyldna heimili sín 1973. Eignatjón sem á sér vart samjöfnuð í Íslandssögunni. Ummæli og talsmáti lýsa auðvitað fyrst og fremst innræti þess sem hefur orðið, í þessu tilfelli Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Hugins. Ég erfi þetta ekki. Okkur hættir við að fara frekar í manninn en boltann þegar getan er lítil.