Eimskip hefur látið frumhanna nýja ferju sem aðlöguð hefur verið að aðstæðum í Landeyjahöfn. Eftir leit að hentugri ferju, voru aðeins tvær sem komu til greina og gætu verið nothæfar við þær aðstæður sem eru í Landeyjahöfn. Þær eru hins vegar hvorugar á lausu og því var ráðist í frumhönnun nýrrar ferju. Nýja ferjan getur flutt 78 bíla og 400 farþega í hverri ferð yfir veturinn en allt að 475 yfir sumartímann. Ný ferja gæti verið tilbúin eftir 18-24 mánuði. Áætlaður kostnaður er tæplega 4 milljarðar króna og er Eimskip tilbúið að koma að fjármögnun og byggingu nýrrar ferju og taka þannig þátt í að leysa samgöngumál milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa í heild sinni hér að neðan.