Ein líkamsárás var kærð í liðinni viku
26. janúar, 2016
�?að var í nógu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála. Skemmtanahald helgarinnr gekk ágætlega fyrir sig og fá útköll á veitingastaði bæjarins.
Ein líkamsárás var kærð í liðinni viku en árásin átti sér stað á skemmtistað aðfaranótt 22. janúar sl. �?arna varð maður fyrir árás annars manns með alvarlegum afleiðingum vegna höfuðáverka en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða afleiðingar árásin hafði á árásarþola. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna en kröfunni var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands.
Að morgni 22. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um að rúða hafi verið brotin í bifreið sem stóð við Hótel Vestmannaeyja og þaðan stolið m.a. farsíma og greiðslukortum. �?ýfið fannst í fórum manns sem handtekinn var þessa sömu nótt og telst málið því að mestu upplýst.
Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt um að farið hafi verið inn í hús við Vestmannabraut og þaðan stolið heyrnartólum og fatnaði. Ekki er vitað hver þarna var að verki og er málið í rannsókn.
Ein kæra liggur fyrir vegna brota á lögreglulögum og áfengislögum en kona um tvítugt lét ófriðlega fyrir utan lögreglustöðina og neitaði að fara að fyrirmælum lögregu um að fara í burtu. Hún var því handtekin og var vistuð í fangageymslu þar til víman rann af henni.
Alls liggja fyrir fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum í tveimur tilvikum er um að ræða ólöglega lagningu ökutækis, í einu tilviki fékk ökumaður sekt fyrir að gæta þess ekki að farþegi yngri en 15 ára var ekki í öryggisbelti og í einu tilviki varum að ræða vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða árekstur á bifreiðastæði bak við Strandveg 50. Sá sem olli óhappinu lét hins vegar ekki vita af því og er því ekki vitað hver þarna var að verki. Talið er að óhappið hafi átt sér stað þann 20. janúar sl. á milli kl. 15:00 og 16:00.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst