Í dag er 21. mars, sem þýðir að það sé farið að styttast í annan endann á Mottumars, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Yfirvaraskegg hefur ávallt verið einkennismerki átaksins en í ár fékk mottan hvíld og í staðinn var hægt að kaupa sokka í rakarastofustíl til að styrkja málstaðinn. Gott mál og gott átak.
Annað átak, eða öllu heldur bylting, ruddi sér til rúms fyrr í mánuðinum og var það sömuleiðis átak sem beinist að karlmönnum en það nefnist einfaldlega �??Karlmennskan�??. Um er að ræða samfélagsmiðlabyltingu undir myllumerkinu “;”karlmennskan og er tilgangur hennar að uppræta eitraða karlmennsku, þ.e. skaðlegar staðalímyndir og ákveðna hegðun sem kennd er við karlmennsku.
�??Strákar. Störtum byltingu. Byltingu fyrir betra lífi, betri lífsgæðum og meira frelsi. Fyrir okkur, framtíðina, fortíðina, maka og lífsförunauta. Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,�?? sagði upphafsmaðurinn, �?orsteinn V. Einarsson, í fésbókarfærslu sem hratt af stað byltingunni.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa í athugasemdum undir færslunni eða á vefmiðlunum sem gerðu sér mat út þessari nýju byltingu. �?hætt er að segja að viðbrögð kvenna við þessari nýju byltingu hafi verið góð en skoðanirnar voru aðeins skiptari hjá karlmönnunum. Nokkrir harðir naglar kölluðu þetta vinstri feminsta áróður fyrir sojastráka sem væru lélegir í rúminu og búið væri að skera af hreðjarnar. Flestir tóku þessu þó fagnandi og margir hverjir deildu sögum af sjálfum sér þar sem ýmist bældar tilfinningar, vanlíðan og sýndarmennska voru í forgrunni. Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason sagði t.a.m. frá því þegar hann grét yfir tilfinningaþrungnu atriði í kvikmyndinni Interstellar í rútu á leið í leik með liði sínu. Hann gerði þó allt hvað hann gat til halda í sér og fela gráturinn, allt í nafni karlmennskunnar. Annar talaði um ást sína á Baileys en pantaði það helst ekki á barnum vegna karlmennskunnar og sá þriðji skammaðist sín fyrir að elska Taylor Swift og Grey’s Anatomy.
Karlmennsku minnar vegna er ég svo heppinn að hafa hvorki dálæti á Baileys né Taylor Swift. �?að mun klárlega auðvelda mér að þykjast vera grjótharður karlmaður. Hins vegar hef ég séð umrætt atriði í Interstellar og svei mér þá ef það hefur ekki dregið fram einn eða tvo vökvadropa úr tárakirtlunum. �?tli ég sé þá ekki bara sojastrákur eftir allt.