Enn eru einhverjir hnökrar á framboðslistum sem skilað var til yfirkjörstjórna í gær. Fundað verður með umboðsmönnum framboðanna sjö sem skiluðu inn listum í dag. Í Suðvesturkjördæmi fengu bæði Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin frest til þess að skila skriflegum umboðum um að þeir sem eru á listum framboðanna samþykki að taka sæti á þeim. Borgarahreyfingin hefur þegar skilað slíkum umboðum til yfirkjörstjórnar en ekki hafa borist slíkar yfirlýsingar frá frambjóðendum Lýðræðishreyfingarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst