Einn fékk gistingu eftir að hafa slegið mann á Lundanum
20. september, 2010
Lögreglan hafði í þó nokkur horn að líta í vikunni sem leið við hin ýmsu verkefni. Eins og vanalega var erill í kringum skemmtistaði bæjarins um helgin og þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástand þess. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt 15. september sl. Þarna höfðu tveir af gestum staðarins lent í orðaskaki sem endaði með því að annar sló hinn.