Einstakir tónleikar til styrktar Grindvíkingum í kvöld
3. maí, 2024

Bjarni Ólafur tónleikarahaldari er Eyjamaðurinn:

Tónleikarnir Aftur Heim verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 3. maí í Höllinni. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Grindvíkingum en söfnunin er unnin í samráði við Grindavíkurbæ. Allir listamenn og aðstandendur gefa vinnu sína og því rennur miðaverð óskipt í söfnunina.

Það er einvala lið tónlistarmanna sem kemur fram, má þar nefna Júníus Meyvant, Molda, Mucky Muck, Karlakór Vestmannaeyja ásamt meðlimum úr Kvennakór Vestmannaeyja, Blítt og létt hópinn, hljómsveitin Gosar ásamt Unu Þorvalds, Kristínu Halldórs, Tóta Ólafs, Hafþóri Hafsteins, Elísabetu Guðna og Guðnýju Emilíönu.  Matti Matt og Védís Hervör verða sérstakir gestir, það má því búast við miklu fjöri í Höllinni.

Sérstök söfnunarnefnd var skipuð hér í Eyjum og er Bjarni Ólafur Guðmundsson einn af meðlimum hennar, ásamt því að skipuleggja tónleikana. Hann er því Eyjamaður vikunnar.

Fullt nafn: Bjarni Ólafur Guðmundsson.

Fjölskylda: Giftur elsku Guðrúnu Mary minni og við eigum Emmu, Melkorku Mary og Hákon Tristan, tengdasynina Kalla og Helga Pétur og svo litlu gullin okkar, Emilíu Dís og Emil Gauta.

Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Já, nokkrum sinnum á Íslandi, meðal annars í Árbænum, Mosó, Grafarvogi, Vesturbænum og á Nesinu.

Mottó: Faðmaðu heiminn.

Síðasta hámhorfið: The night agent á Netflix.

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki nóg, en dett reglulega í Snorra Björns.

Uppáhalds kvikmynd: The Shawshank redemption.

Aðaláhugamál: Fyrir utan fjölskyldu og vini, klárlega golfið og tónlistin.

Hver er þinn helsti kostur: Ég er frekar bjartsýnn, sem getur líka stundum verið ókostur.

 

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Tala við konuna mína.

Hvað óttast þú mest: Ekkert sérstakt, ótti er ekki endilega kjörinn meðreiðarsveinn.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: fyrir utan Eyjalögin öll, er ég svakalega skotinn í countrytónlist og er með “hot country hits” á nánast alla daga.

Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið:  Kláraðu að mennta þig drengur og leggðu hluta launanna fyrir.

Hvað er velgengni fyrir þér: Leggðu hjarta og hug í verkefnin, hversu smá sem þau eru, hlustaðu og lærðu af öðrum (uss ég er enn að reyna að læra þetta) Hin eiginlega velgengni er samt hamingjan.

Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár: Sem sprækan peyja á besta aldri, spilandi golf með Guðrúnu minni og í eins mikilli nálægð við fjölskyldu og vini og nokkur kostur er.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Heimaey.

Hvernig kviknaði hugmyndin af tónleikunum: Við Halla Svavars hittumst í Metabolic og hún nefndi við mig hvort við ættum ekki að gera eitthvað fyrir Grindvíkinga.  Hugmyndin var komin í kollinn nokkrum mínútum síðar og við fengum gott fólk með okkur í þetta og Hanna, Hildur, Halla, Gísli Valtýrs og Njáll Ragnars skipa hópinn sem heldur utan um söfnunina og svo eru lykilmenn með tónleikana, Jarl, Gísli Stef, Sæþór og fleiri snillingar.

Við hverju mega tónleikagestir búast við: Fyrst og fremst einstakri Eyjastemningu, þar sem margt af okkar fólki flytur lögin sem við elskum.

Hvernig fer forsalan af stað: Heiðarlega svarið er alls ekki nógu vel – en þekkjandi mitt fólk, þá veit ég að hér eru allir slakir og ég er enn á því að það verði pakkað hús. Okkur rennur blóðið til skyldunnar og ég hef fulla trú á því að einstaklingar og fyrirtæki taki nú við sér og kaupi miða.

Eitthvað að lokum:  Þótt þú komist ekki á tónleikana, hvet ég Eyjafólk nær og fjær til að kaupa miða og styðja þannig við Grindvíkinga og þetta gríðarlega erfiða verkefni sem þau standa í.  Sjóðnum sem þetta rennur inn í er stýrt af Grindavíkurbæ og fer til yngstu hópanna og þeirra elstu, ekki til einstklinga.  Sérstök nefnd er yfir sjóðnum sem mun útdeila styrkjunum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst