Í tilefni af útkomu Náttúrulögmálanna ætla ég í upplestrarferð um landið. Dagskráin er mislöng eftir aðstæðum á hverjum stað en oftast nær er þetta ríflega hálftíma bókarkynning plús myndasýning og spjall um sögusvið og upplegg – en bókin er yfirskilvitleg söguleg skáldsaga sem gerist á Ísafirði árið 1925. Á nokkrum stöðum er ég svo með makkera mér til halds og trausts. Ég ætla líka að fylla bílinn af bókum (ekki bara þessari nýju), er búinn að leigja mér posa, fylla áritunarpennann af bleki, fjárfesta í millistykkjum fyrir allra handa skjávarpa, láta prenta bókamerki (sem fylgja frítt með seldum bókum), panta tíma í dekkjaskipti fyrir bílinn, gera yfirlit yfir hvar sé best að fara í sund, pússa spariskóna og strauja skyrturnar. Nú getur ekkert stöðvað mig (ég treysti samt á að við leggjumst saman á bæn til að stöðva verstu vetrarlægðirnar).
Ég kem til Vestmannaeyja í dag og ætla að vera á bókasafninu kl. 17.
Eiríkur Örn Norðdahl





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.